hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Við erum Pure Deli

Pure Deli er staðsett í Urðarhvarfi 4 í Kópavogi, á horni Kópavogs, Norðlingaholts, Árbæjar og Breiðholts, með útsýni yfir fjöllin.

Við erum nýlega búin að opna nýjan stað í Gerðarsafni Hamraborg.

Við erum hverfisstaður sem er hugsaður fyrir nágranna okkar sem vilja góðan og notalegan veitingastað og kaffihús í stuttri fjarlægð, með nóg af bílastæðum. Við erum einnig staðsett stutt frá fallegum náttúruperlum, eins og Rauðvatni, Elliðavatni og Heiðmörk.

Jón Arnar

ingibjörg

Pure deli var stofnað af nokkrum matgæðingum sumarið 2017 sem hafa mikla ástríðu fyrir heiðarlegum, bragðgóðum og hollum mat. Reynsla í rekstri verslana, veitingastaða og ástríða fyrir góðum lífstíl kom hugmyndinni saman í þennan hverfisveitingastað.

Við trúum á það að njóta augnabliksins með góðum, heilsumalegum mat í fallegu umhverfi.

Pure deli leggur áherslu á ferskan og góðan mat, góða þjónustu og gott andrúmsloft. Hjá okkur færðu súrdeigspizzur, vefjur, salöt, súpu, djúsa, helgarbröns, kaffi, bakkelsi, veislubakka og ýmislegt fleira. Við bjóðum upp á barnarétti, vegan og glúteinlausa rétti líka.